Um hádegisbilið í dag var magnþrungið andrúmsloft í nýbyggingu Bláa Lónsins þegar dómsúrskurður Baugsmálsins var kveðið upp í beinni útsendingu frá héraðsdómi. Ég stóð agndofa af spenningi þar sem allar borvélar og slípirokkar þögnuðu skyndilega. Skyldi loks vera komin niðurstaða í þetta lengsta og dýrasta sakamál íslandssögunar, hugsaði ég með mér, þegar fréttaritarinn las upp dóminn.
Jón Ásgeir og Tryggvi, dæmdir menn í héraðsdómi í dag. Jón fékk 3 mánaða dóm en Tryggvi 9 mánaða. Báðir eru dómarnir skilorðsbundnir. En þeir voru aðeins fundnir sekir í 3 liðum af þeim 17 eða 18 sem eftir voru af þeim tæpu 50 ákæruliðum sem ríkissaksóknari lagði af stað með í upphafi!
Málinu er greinilega engann veginn lokið...
Í framhaldinu heyrist viðtal við Jón Gerald sem "skúbbar" feitt í hádegisfréttum Rúv. Hann ásakar forstjóra KB banka um að hafa boðið sér 2milljónir dollara fyrir að falla frá kæru árið 2002 og í Kastljósinu lýsir hann því yfir að Þorsteinn í "Kók hafi reynt hið sama. Á meðan situr Jón Ásgeir kaldur á skrifstofu sinni hjá Baugi og segir " ekkert mun breytast í rekstri Baugs - buisness as usual". Allveg frábært mótsvar. Það er nokkuð ljóst að Jón Ásgeir hefur ómeðvitað skráð sig í spjöld sögunar með köppum eins og Gunnari frá Hlíðarenda og Agli Skallagrímssyni þegar hann fór með þessa fleygu setningu sína. Það má geta sér þess til að þegar börn á Íslandi verða spurð af foreldrum sínum hvernig gangi í skólanum eða íþróttunum, munu þau taka upp þá kæruleysislegu og sérstaklega svölu línu, " buisness as usual".
Já maður verður að gefa þessum köllum það, þeir eru ótrúlega nettir gaurar.
Það er víst langt til endaloka í þessu máli og á ég eflaust eftir að heyra marga slípirokkana þagna áður en endanleg niðurstað liggur fyrir.
Limbó kveður - buisness as usual
Stjórnmál og samfélag | 3.5.2007 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur ekki farið mikið fyrir umræðu af nýbyggðri og glæsilegri Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. En fæstir vita eflaust að þarna er um að ræða stærstu verksmiðju, af þessari tegund, í heiminum og hefur hún hráefni til vinnslu næstu 200 árin í það minnsta.
Samkvæmt fréttum Rúv. mun verksmiðjan á Bíldudal eingöngu selja hráefni til framleiðslu kúafóðurs. Það væri svo sannarlega fróðlegt að opna umræðuna betur um vörur sem unnar eru úr kalkþörungum og hver möguleikinn sé á frekari framleiðslu tengdri verksmiðjunni. Það er undarlegt að slík tækifæri skuli ekki hafa skotið upp kollinum fyrr, sérstaklega í ljósi umræðu um bágt ástand atvinnumála á Vestfjörðum. Miðað við þann fjölda vörutegunda sem innihalda kalkþörunga ætti frekari framleiðsla og þróun á slíkum vörum að vera leikur einn, sérstaklega í samvinnu við stærstu Kalkþörungaverksmiðju í heimi.
Aðstæður á Bíldudal eru hinar glæsilegustu til uppbyggingar á frekari framleiðslu. Sú endurnýjun sem orðið hefur við hafnarsvæðið er til fyrirmyndar og er höfnin er orðin stærsta útflutnings höfn fjórðungsins. Flugvöllurinn er góðri aðstöðu til enn frekari flug - umferðar og með bættari samgöngum norður til Ísafjarðar má tengja bæjarfélögin sem eitt atvinnusvæði. Einnig er það heita vatn sem nú er að finna í Reykjafirði, um 10min akstri frá Bíldudal, vafalaust forskot til þróunar og vinnslu á frekari vörutegundum.
Lausnin í atvinnumálum á Vestfjörðum liggur ætíð í þeim kostum sem landið og fólkið hefur að geyma...
Stjórnmál og samfélag | 2.5.2007 | 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt frá því að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar, hóf opinbera umræðu um atvinnumál á vestfjörðum. Hefur þörf og góð gagnrýni sannarlega komið fram, en frekar skort heilstæðar lausnir á vandamálum fjórðungsins. Niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið var heldur þunn og olli mér miklum vonbrigðum Tal um flutning opinberra starfa og aukin kynning vestfjarða í erlendri markaðssetningu eru jákvæðir póstar að mörgu leyti en langt frá þeirri haldbærri lausn sem nauðsynleg er. Annað dæmi sem dregið hefur verið í dagsljósið er gömul hugmynd um olíuhreinsistöð. Eins og margir muna eflaust hefur tillaga að slíkri starfsemi oftar en einu sinni verið rædd hér á landi, en þó aldrei með tengingu við Vestfirði. Það er mitt faglega mat að slíkt fyrirtæki myndi ekki aðeins rústa ásýnd fjórðungsins heldur stefna einum bestu fiskimiðum landsins í stórhættu með gríðarlegu mengunarslysi. Eins og nýleg dæmi frá Noregi hafa sýnt getur olíumengun frá meðalstóru olíuskipi haft mjög slæm áhrif á veiðar smábáta og fuglalíf, eins og allt annað lífríki fjarðanna. Sú röksemdarfærsla að mengunarhætta sé sífellt að aukast kringum landið og eitt stykki olíuhreinsistöð myndi litlu breyta þar, lýsir einfaldlega fáfræði. Siglingarleiðir þeirra olíuskipa sem nú eiga leið framhjá landinu eru það langt frá landi að engan veginn er hægt að bera það saman við innfjarðar siglingar skipanna.
Vanræksla stjórnvaldaHversvegna að útiloka starfsemi álbræðslu eða jafnvel uppbyggingu kjarnorkuvers, fyrst að ráðamenn taka þetta til skoðunar. Tækifæri fjórðungsins hljóta að liggja í þeim kostum sem umhverfið og þekking íbúanna bjóða uppá. Það er þó fullkomlega skiljanlegt að fólk gleypi við skyndilausnum sem ná langt út fyrir þann ramma. Enda innviðir samfélagsins algjörlega vanræktir af stjórnvöldum.
Lausnin - Alþjóðlegur hafrannsóknarháskóliOft er það þó svo að erfitt er að koma auga á skóginn fyrir trjánum. Ótæmandi fiskveiðireynsla og nálægðin við fiskimiðin ættu að setja Vestfirði í fyrsta sæti fyrir staðsetningu alþjóðlegs hafrannsóknaháskóla. Með bættum samgöngum og tryggari netsambandi er hvergi í heiminum sterkara samfélag til hafrannsókna og þörfin eykst stöðugt. Með hverju árinu þrýstir alþjóðasamfélagið á enn frekari sjálfbærar og vistvænar veiðar. Þetta kallar á miklar breytingar um allan heim í fiskveiðistjórnun. Íslendingar standa í fremstu röð meðal fiskveiðiþjóða og eiga möguleika á því að miðla þeirri reynslu áfram og þróa í samstarfi við önnur ríki. Slíkt samstarf ætti í krafti stjórnvalda að ná til stofnanna ESB og Sameinuðu þjóðanna. Þar sem vakningin er sterkari til rannsókna á haffærum og fiskveiðistjórnun. Háskóla samfélag sem þetta yrði sá togari sem vestfirðingar hafa þörf fyrir. Togari sem dregur alla aðra þætti atvinnulífsins af stað með sér og plægir akurinn fyrir uppsprettu fjölmargra sprotafyrirtækja. Rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum skipaflotans, aukin ferðaþjónusta tengd fiskveiðum og náttúruskoðun ásamt sterkari stöðu framleiðslufyrirtækja sem byggja markaðssetningu á hreinni og óspilltri náttúru. Með skýra og djarfa framtíðarsýn eiga Vestfirðir eftir að verða kostur fyrir smá og stór fyrirtæki. Allt frá því að Hrafna Flóki horfði yfir Breiðafjörð og gaf landinu nafn hefur fólkið á vestfjörðum borið stolt landsins í gegnum erfiða tíma. Með þolinmóðu fjármagni frá stjórnvöldum er það hagur allra landsmanna að byggja upp öflugt háskólasamfélag á Vestfjörðum.
Olíuhreinsistöð eða stóriðju til Vestfjarða nei takk!
Stjórnmál og samfélag | 1.5.2007 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar