Það hefur ekki farið mikið fyrir umræðu af nýbyggðri og glæsilegri Kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. En fæstir vita eflaust að þarna er um að ræða stærstu verksmiðju, af þessari tegund, í heiminum og hefur hún hráefni til vinnslu næstu 200 árin í það minnsta.
Samkvæmt fréttum Rúv. mun verksmiðjan á Bíldudal eingöngu selja hráefni til framleiðslu kúafóðurs. Það væri svo sannarlega fróðlegt að opna umræðuna betur um vörur sem unnar eru úr kalkþörungum og hver möguleikinn sé á frekari framleiðslu tengdri verksmiðjunni. Það er undarlegt að slík tækifæri skuli ekki hafa skotið upp kollinum fyrr, sérstaklega í ljósi umræðu um bágt ástand atvinnumála á Vestfjörðum. Miðað við þann fjölda vörutegunda sem innihalda kalkþörunga ætti frekari framleiðsla og þróun á slíkum vörum að vera leikur einn, sérstaklega í samvinnu við stærstu Kalkþörungaverksmiðju í heimi.
Aðstæður á Bíldudal eru hinar glæsilegustu til uppbyggingar á frekari framleiðslu. Sú endurnýjun sem orðið hefur við hafnarsvæðið er til fyrirmyndar og er höfnin er orðin stærsta útflutnings höfn fjórðungsins. Flugvöllurinn er góðri aðstöðu til enn frekari flug - umferðar og með bættari samgöngum norður til Ísafjarðar má tengja bæjarfélögin sem eitt atvinnusvæði. Einnig er það heita vatn sem nú er að finna í Reykjafirði, um 10min akstri frá Bíldudal, vafalaust forskot til þróunar og vinnslu á frekari vörutegundum.
Lausnin í atvinnumálum á Vestfjörðum liggur ætíð í þeim kostum sem landið og fólkið hefur að geyma...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.5.2007 | 21:14 | Facebook
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.